Friday, April 25, 2008

Einn góður á föstudegi

Sóknarpresturinn var að heimsækja eitt sóknarbarnið,háaldraða konu. 
Hann tekur eftir skál fullri af girnilegum hnetum á stofuborðinu. 
"Mætti ég Fá mér nokkrar?" spyr hann. "Gjörðu svo vel" svarar gamla konan.
Eftirklukkustundarspjall stendur presturinn loks upp til að fara. Hann 
tekur þá eftir því að hann hefur klárað allar hneturnar úr skálinni! 
"Ég bið þig forláts á því að hafa klárað allar hneturnar úr skálinni, 
ég ætlaði bara að fá mér nokkrar, " segir presturinn hálf vandræðalegur.
 "Æ það er allt í lagi" svarar gamla konan . ,, Það eina sem ég get gert
 eftir að ég missti tennurnar er að sjúga súkkulaðið utan  af þeim"

Sól og sumar í Cataloniu!!!!!!!!!!!!!!!

Kjöt á grillið - Margt í boði

Gleðilegt sumar. Grilltíminn svo sannarlega kominn. Greinilega margt sem grilla má, möguleikarnir óþrjótandi. Verið óhrædd að grilla það sem ykkur dettur í hug. Verði ykkur að góðu.

Thursday, April 17, 2008

Sjónin í lagi!!!!

Miðaldra kona stendur allsber fyrir framan spegilinn í svefnherberginu
og dæsir. Karl hennar uppi í rúmi að lesa blað. -Almáttugur að sjá hvernig
ég er orðin segir hún, brjóstin komin niður á maga, rassinn ofan í gólf, allt
í appelsínuhúð og keppum! Magnús segðu eitthvað jákvætt til að hressa
mig við. -Ja, þú ert allavega með góða sjón elskan, segir hann.

Það er bara svona

• Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
• Þessi peysa er mjög lauslát...
• Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingajar og leika á alls eggi... (Geri aðrir betur...)
• Hann sló tvær flugur í sama höfuðið...
• ...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg...
• Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér...• Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm...
• Hann sat bara eftir með súrt eplið...
• Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...
• Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast...
• Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti...
• Þar stóð hundurinn í kúnni...
• Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
• Svo handflettir maður r júpurnar..
• Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna...
• Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi...• Betur sjá eyru en auga...
• Ég er alveg stein vöknuð! (Eftir að hafa verið stein sofandi).
• Ég er eitthvað svo sunnan við mig. (Sagt á Akureyri).
• Það er ég sem ríð rækjum hér. (Að ráða ríkjum).
• Ég er búinn að vera andvana í alla nótt...
• Róm var ekki reist á hverjum degi! ( Sagði maður á Selfossi).
• Vinsamlegast beinhreinsið vínberin. (Í jólauppskrift).
Lærin lengast sem lifa. (Maður lærir svo lengi sem maður lifir).

Friday, April 4, 2008

Alltaf gaman af Nunnubröndurum

Einu sinni voru tvær nunnur á gangi í gegnum skóginn.
Önnur þeirra gekk undir viðurnefninu Systir Stærðfræði (SS), En hin var kunn undir viðurnefninu Systir Rökrétt (SR).
Það var farið að dimma og þær áttu ennþá langt eftir á áfangastað.
SS: Hefurðu veitt því athygli að síðustu 38 og hálfa mínútu hefur okkur verið veitt eftirför af einhverjum manni? Ég velti því fyrir mér hvað hann ætli sér.
SR: Það liggur ljóst fyrir að hann ætlar sér að gera okkur eitthvað.
SS: Almáttugur minn! á þessum tímapunkti mun hann ná okkur innan 15 mínútna hið minnsta! Hvað getum við gert?
SR: Það eina rökrétta í stöðunni er auðvitað að labba hraðar.
Stuttu síðar:
SS: Það er ekki að ganga upp.
SR: Auðvitað er það ekki að ganga upp. Maðurinn gerði það eina rökrétta í stöðunni. Hann fór líka að labba hraðar.
SS: Hvað eigum við þá að gera? Á þessari stundu mun hann ná okkur innan einnar mínútu.
SR: Það eina rökrétta í stöðunni fyrir okkur er að fara sitt í hvora áttina. Þú ferð þessa leið og ég tek hina leiðina. Þá getur hann ekki elt okkur báðar.
Því næst ákvað maðurinn að elta Systur Rökréttu. Systir Stærðfræði komst á áfangastað heilu á höldnu en hafði áhyggjur af því hvernig Systur Rökrétt hefði reitt af. Eftir nokkra mæðu kemur Systir Rökrétt loks á áfangastað.
SS: Systir Rökrétt ! Guði sé lof að þú sért komin! Hvað gerðist?
SR : Þar sem maðurinn gat eðlilega ekki elt okkur báðar, þá valdi hann þann möguleika að elta mig.
SS: Já, Já! En hvað gerðist svo?
SR: Nú ég reyndi að hlaupa eins hratt og ég gat, en þá fór hann einnig að hlaupa eins hratt og hann mögulega gat.
SS: Og?
SR: Það eina rökrétta gerðist á þessum tímapunkti. Hann náði mér.
SS: Guð minn góður! Og hvað gerðir þú?
SR: Það eina rökrétta sem ég gat gert og gerði.. Ég lyfti pilsi mínu upp.
SS: Oh, vesalings Systir! Hvað gerði maðurinn?
SR: Það eina rökrétta fyrir hann í stöðunni. Hann gyrti niður um sig.
SS: Æii, nei!! Hvað gerðist svo?
SR : Liggur það ekki í augum uppi, Systir? Nunna með pilsið upp um sig hleypur hraðar en maður með buxurnar á hælunum.
Og fyrir ykkur sem hélduð að þetta yrði eitthvað dónalegt og svæsið, bið ég fyrir ykkur !